skilmálar

1.gr. Fagleg þjónusta
BK bílaþvottur Bónstöð er traustur og rótgróinn atvinnurekstur sem hefur veitt viðskiptavinum sínum faglega og vandaða þjónustu í rúmlega 1 ár. Öll þjónusta BK bílaþvottar er framkvæmd af reyndu fagfólki, byggð á þekkingu og í samræmi við góða viðskiptahætti hverju sinni.
Við leggjum áherslu á að veita skýrar upplýsingar og leiðbeiningar um framkvæmd verka með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Viðskiptavinir okkar geta treyst á vandvirkni, reynslu og áreiðanleika sem tryggir framúrskarandi árangur.
Hér fyrir neðan eru nokkrar greinar sem útskýra áhættuþætti sem geta fylgt þjónustu á bifreiðum. Þær miða að því að upplýsa viðskiptavini um að þrátt fyrir hámarks fagmennsku er ekki alltaf hægt að tryggja algjöra ábyrgð á öllum þáttum verksins ef óvænt atvik koma upp.
Lög nr. 42/2000 um þjónustukaup gilda um alla þjónustu sem BK bílaþvottur veitir gegn endurgjaldi.

2.gr. Óviðráðanleg atvik
BK bílaþvottur ber ekki ábyrgð á tjóni eða rýrnun sem verður áður en starfsmenn þess skila af sér verki, nema sannað sé að tjónið hafi stafað af stórfelldri vanrækslu eða gáleysi, eða ef tjónið er afleiðing atvika sem eru utan valdsviðs BK bílaþvottar, sbr. 19. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.

3.gr. Vanræksla
Verði tjón á eignum viðskiptavina BK bílaþvottar þegar verk er unnið eða í tengslum við það, eða ef hlutur sem hefur verið afhentur BK bílaþvotti glatast eða skemmist, ber BK bílaþvottur aðeins ábyrgð á slíku tjóni ef sannað er að starfsmenn fyrirtækisins hafi sýnt af sér stórfellda vanrækslu, sbr. 25. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.

4.gr. Afhending eigna
Þegar hlutur er afhentur BK bílaþvotti til vinnslu, ber fyrirtækið ábyrgð á eðlilegri meðhöndlun hlutarins. Ábyrgðin nær þó ekki til tjóna sem orsakast af óviðráðanlegum orsökum, svo sem náttúruhamförum, ófyrirséðum aðstæðum eða ytri atvikum sem ekki eru á valdi BK bílaþvottar, sbr. 26. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.
Þegar vinnu BK bílaþvottar er að fullu lokið, en verkinu ekki skilað á réttum tíma vegna aðstæðna sem varða viðskiptavin, flyst áhættan yfir til viðskiptavinar. Afhending bifreiðar til BK bílaþvottar telst hafa átt sér stað þegar lyklar eru afhentir starfsmanni BK bílaþvottar í eigin persónu. Frá þeim tímapunkti ber BK bílaþvottur ekki ábyrgð á tjóni eða rýrnun bifreiðar nema sannað sé að um stórfellda vanrækslu starfsmanna hafi verið að ræða, sbr. lög nr. 42/2000 um þjónustukaup.

5.gr. Eignatrygging og geymsla
BK bílaþvottur tryggir eignir viðskiptavina að hámarki 20.000.000 kr. gegn tjónum sem falla undir Eignatryggingu lausafjár, svo sem vegna elds, slysa, eða þjófnaðar. Ef tjón fer umfram tryggingahámark, ber viðskiptavinur ábyrgð á mismuninum nema annað hafi verið samið áður.
Hafi viðskiptavinur eign sem er meira virði en tryggingarnar ná yfir, skal hann upplýsa BK bílaþvottur fyrirfram. Ef slíkar upplýsingar berast ekki, ber viðskiptavinurinn sjálfur ábyrgð á mismuni sem kann að verða.
BK bílaþvottur ber ekki ábyrgð á þjófnaði, vatnstjónum eða skemmdum vegna geymslu utan hátækjalegasti.

6.gr. Lakk og grjótvarnarfilmur (PPF) almennt
Til að BK bílaþvottur geti sinnt þjónustunni á eðlilegan máta skal viðskiptavinur tryggja að lakk og grjótvarnarfilmur í núverandi ástandi þoli háþrýstiþvott þjónustunnar. Ýmsir þættir, svo sem skemmdir, gallar eða rýrnun í lakki eða filmum, geta valdið því að lakk eða filmur þoli ekki vatnsþrýsting háþrýstidælu.
Ef dýpri rispur finnast á lakki og viðskiptavinur telur þær orsakast af vanrækslu BK bílaþvottar við þjónustu, ber honum að sýna fram á slíkt. Með hágæða búnaði og mikilli varkárni er afar ólíklegt að dýpri rispur myndist við sjálfa þjónustuna.
Þrátt fyrir að BK bílaþvottur noti mjög öruggar þvottaaðferðir er ekki hægt að ábyrgjast 100% rispulaus þrif. BK bílaþvottur ber ekki ábyrgð á skemmdum sem kunna að verða nema um stórfellda vanrækslu starfsmanna sé að ræða, sbr. lög nr. 42/2000 um þjónustukaup.

7.gr. Mössun
Ef þjónusta skal lakkviðgerð (e. mössun með meiru) fyrir hönd viðskiptavinar skal hafa í huga að sumar rispur eru dýpri en aðrar og þarf því að slípa þau svæði sérstaklega djúpt niður. Við mössun þynnist lakkið og gæti jafnvel verið hætta á að glæra lakkhúðarinnar slípist alveg niður ef rispur eru mjög djúpar.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á að upplýsa BK bílaþvottur um sérstök eða óvenjuleg atriði sem gætu haft áhrif á mössunarferlið (t.d. hvort lakk hafi verið massað áður, hvort lakk sé orðið þunnt, hvort sprungur eða glæruflagn séu til staðar o.s.frv.).
Þegar viðskiptavinur felur BK bílaþvottur verkefnið, samþykkir hann að taka alla ábyrgð á mögulegri þynningu lakksins við meðferð þess. Þrátt fyrir slíka þynningu er lakkið ekki ónýtt og heldur áfram að verja málminn. Ef slíkt gerist, býður BK bílaþvottur upp á hagkvæma lausn þar sem málningu er komið aftur á flötinn með airbrush sprautukönnu og jafnað út.

9.gr. Lakkvarnir og nýmálað lakk
Margir áhrifaþættir snerta endingargetu ceramic- eða bónhúðar sem borin er á bíl viðskiptavinar. BK bílaþvottur notar alla sína sérþekkingu til að undirbúa lakkið á réttan máta fyrir húðun (bón- eða ceramic húðun). Áhrifaþættir sem hafa áhrif á endingu má skipta í tvo flokka:
• Vanræksla viðskiptavinar við viðhald húðarinnar.
 ◦ Ekki notaðar réttar aðferðir við þrif
 ◦ Ekki notuð vottuð eða viðeigandi sápuefni eða viðhaldsefni við þrif
• Óviðráðanlegir þættir
 ◦ Veðurfarsáhrif (t.d. aksturstíðni, sól, snjór, haglél, sýruregn, mengun)
 ◦ Akstursskilyrði hérlendis (t.d. vegsalt, sandurfok, grjótkast, drulla)
 ◦ Utanaðkomandi skemmdir (rispur, nudd, árekstrar)

Framleiðandi vörunnar sem notuð er á bifreiðina vonast til að varan endist eins og gefið er upp, en getur ekki tryggt endingu þar sem ofangreind atriði geta haft mikil áhrif. Sama gildir um BK bílaþvottur.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á að tilkynna BK bílaþvottur ef bíll eða hluti bíls er nýlega málaður. Ekki skal bera bón- eða ceramic húðun á nýmálað lakk innan um það bil 30 daga, þar sem glæra lakksins hefur ekki náð fullum þurrk. Húðunin getur annars lokað óþornuðu lakki inni og valdið bólumyndun. BK bílaþvottur ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanrækslu viðskiptavinar að tilkynna slíkt. Einnig ber BK bílaþvottur ekki ábyrgð ef viðskiptavinur gefur leyfi til að hefja verk innan þessa tímaramma.

8.gr. Djúphreinsun og leðurhreinsun
Eðlilega má búast við að BK bílaþvottur geti ekki ábyrgst að tauefni sæta og teppa slitni við meðferð hreinsunar, sérstaklega ef um eldri tauefni/teppi er að ræða. Sama á við önnur einangrunarefni sem gætu tengst eða verið undir tauefninu, svo sem þau sem staðsett eru í skotti bifreiðar.
BK bílaþvottur getur ekki ábyrgst myglumyndun í tauefnum og/eða svampi ef búið er að tilkynna viðskiptavini hvernig skal meðhöndla áframhaldandi þurrkunarferli. Hér er átt við framkvæmd þurrkunar sem tekur við að djúphreinsun lokinni.
BK bílaþvottur ber ekki ábyrgð á tjóni á rafbúnaði eða öðru rafbúnaðartengdum búnaði við djúphreinsun, t.d. ef vökvi kemst í snertingu við rafbúnað, víra, takka eða annan rafbúnað bifreiðarinnar.
Varðandi leðurhreinsun er ekki hægt að ábyrgjast slit á leðri, upplitun, að áferð verði mött eða að saumar leðurs losni upp við þrif. Sama á við önnur leðurlíki.
BK bílaþvottur notar viðeigandi hreinsiefni fyrir tau- og leðurhreinsun og beitir réttum aðferðum af mikilli fagmennsku.

9.gr. Festing sæta, stýris og barnabílstóla, drifskaftsstilling og aðrar stillingar
BK bílaþvottur getur ekki ábyrgst að hlutir sem krefjast festu, svo sem bílsæti, barnabílstólar, stýrisbúnaður eða drifskaftsstöng, séu réttilega festir eða settir í sína fyrri stöðu eftir þjónustu. Við þjónustu bifreiðar kann að vera nauðsynlegt að losa ofangreinda hluti, sem gætu því verið ótryggilega festir við afhendingu.
Til að tryggja öryggi skal viðskiptavinur BK bílaþvottar kanna við afhendingu bifreiðar hvort þessir hlutir séu örugglega festir. Einnig ber viðskiptavini að ganga úr skugga um að drifbúnaður og annar stillibúnaður bifreiðar sé rétt stilltur fyrir áframhaldandi akstur. BK bílaþvottur ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af rangri stillingu eða festu þessara hluta, nema um stórfellda vanrækslu sé að ræða, sbr. lög nr. 42/2000 um þjónustukaup.

10.gr. Aftursýnisspeglar
BK bílaþvottur tekur ekki ábyrgð á skemmdum aftursýnisspeglum í framrúðu ef plastfesting brotnar. Plast getur orðið brothætt með tímanum og orðið viðkvæmara fyrir hreyfingum eða minnsta hnjaski og jafnvel myndi brotna ef viðgerðarmaður væri að losa niður spegilinn í viðgerðarferli sínu. BK bílaþvottur ber enga ábyrgð á slíku tjóni nema ef um stórfellda vanrækslu starfsmanna sé að ræða, sbr. lög nr. 42/2000 um þjónustukaup.

11.gr. Gljáefni motta bifreiðar
Þrátt fyrir fagkunnáttu og notkun sérefna á mottur þá gætu mottur vegna glansefna verið örlítið sleipar. Þetta á bara við um mottur með sléttri áferð. Mottur með grófari áferð verða ekki fyrir neinni breytingu.
Viðskiptavinur skal gera sér grein fyrir því að þessi þjónusta er innifalin í öllum þjónustuliðum BK bílaþvottar sem tengjast innanþrifum og þarf viðskiptavinur sérstaklega að tilkynna ef hann vill sleppa því að fá gljáefni á mottur. BK bílaþvottur getur ekki ábyrgst slysahættu sem gætu fylgt gljáefnum á mottum.

12.gr. Festingar og límingar á ytra byrði bíls
BK bílaþvottur tekur ekki ábyrgð á að festingar, lím, límmiðar eða önnur festiefni tengt bifreið gefi sig við notkun háþrýstidælu, háþrýstilofts eða vegna efnanotkunar. Þetta á við um, en er ekki takmarkað við, auglýsingarmiða á lakki/rúðum bifreiða, skoðunarmiða á númeraplötum og límfestingar sem festa aukahluti (svo sem vindskeið, svuntur og aðra aukahluti).

13.gr. Ofnæmi
Ef viðskiptavinur tilkynnir ekki BK bílaþvottur um ofnæmiseinkenni sem gætu komið upp vegna efna eða efnameðferðar sem notuð eru í þjónustunni, getur BK bílaþvottur ekki borið ábyrgð á slíkum einkennum sem kunna að koma fram hjá viðskiptavini bifreiðar.
BK bílaþvottur notar hreinsiefni sem geta verið súr, basísk eða hlutlaus og geta mögulega innihaldið efni sem gætu valdið ofnæmi. Viðskiptavinir eru hvattir til að upplýsa BK bílaþvottur um þekkta ofnæmisviðkvæmni fyrirfram.

14.gr. Akstur
BK bílaþvottur leggur fyrst og fremst áherslu á að veita þjónustu sem tengist vinnu við bifreið innan aðstöðunnar. Skutlþjónusta er hluti af þjónustunni en ekki nema sé þess óskað, fer kostnaður eftir verðskrá á gefnu tímabili.
Viðskiptavinur ber ábyrgð á að bifreið sé í löglegu ástandi og standist allar kröfur skoðunarstöðva (t.d. Aðalskoðun eða Frumherji) áður en hún er sótt.
BK bílaþvottur ber ekki ábyrgð á skemmdum eða tjóni á bifreið sem kunna að verða við flutning, með eða án gjaldtöku, nema slíkt tjón megi rekja til stórfellds gáleysis starfsmanna fyrirtækisins, sbr. lög nr. 42/2000 um þjónustukaup. Með undirritun þessara skilmála samþykkir viðskiptavinur að hann veiti BK bílaþvottur bifreið til flutnings á eigin ábyrgð.

15.gr. Auglýsingarvörur
Þrátt fyrir að sterkasta auglýsing BK bílaþvottar sé rótfest orðspor fyrirtækisins, njótum við þess að deila auglýsingavörum með heppnum viðskiptavinum. Slíkar vörur geta til dæmis verið lyklakippa, penni, límmiði í rúðu eða rúðuskafa og fleira.
Með undirritun þessara skilmála samþykkir þú að þiggja auglýsingarvörur frá BK bílaþvottur án skuldbindinga.

16.gr. Greiðslur og verðskrá
Verðskrá BK bílaþvottar endurspeglar sanngjarnt verð í samræmi við umfang og eðli vinnunnar. Viðskiptavinum er veitt verðáætlun fyrir þjónustuna, byggð á almennri verðskrá BK bílaþvottar eða sérkjörum fyrir viðskiptavini sem nýta þjónustu reglulega. Verð má ekki fara verulega fram úr áætluðu verði, sbr. 29. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup. BK bílaþvottur áskilur sér rétt til hæfilegrar verðhækkunar ef umfang verksins reynist meira en upphaflega var áætlað. Öll opinber gjöld eru innifalin í verðáætlun.
Ef BK bílaþvottur framkvæmir undirbúningsvinnu að beiðni viðskiptavinar til að meta umfang eða kostnað þjónustu, áskilur fyrirtækið sér rétt til að krefjast sérgreiðslu fyrir þá vinnu, sbr. 33. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.
BK bílaþvottur veitir viðskiptavinum 15 daga gjaldfrest á kröfum vegna vinnu sinnar. Að þeim fresti loknum reiknast dráttarvextir samkvæmt gildandi reglum Seðlabanka Íslands á kröfur viðskiptavina.

17.gr. Viðbótarkostnaður verks
BK bílaþvottur ehf. áskilur sér rétt til að endurskoða umsamið verð ef umfang verksins reynist meira en áætlað var við samningsgerð, sbr. 30. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup.
Ef umfang verksins er mun meira en upphaflega samið var um og kostnaður hækkar verulega, skuldbindur BK bílaþvottur sig til að tilkynna viðskiptavini það með sannanlegum hætti og óska eftir samþykki um áframhaldandi vinnu, sbr. 31. gr. sömu laga.
Ef viðskiptavinur bregst ekki við slíkri tilkynningu áskilur BK bílaþvottur sér rétt til að stöðva verkið. Ef verki er hætt á þeim grundvelli á BK bílaþvottur kröfu á viðskiptavin sem nemur hlutfalli unninnar vinnu fram að því tímamarki.

18.gr. Póstlisti
Með því að samþykkja þessa skilmála veitir þú BK bílaþvottur leyfi til að senda þér markpósta, sms eða önnur skilaboð í markaðslegum tilgangi. Tilgangurinn er að miðla sértilboðum, breytingum á þjónustu og öðrum mikilvægum upplýsingum. Þú getur hvenær sem er afskráð þig af póstlista með því að nota afskráningartengil í pósti eða hafa samband beint við BK bílaþvottur.

19.gr. Ágreiningur
Greini aðila að þjónustusamningi þessum á um réttindi sín og skyldur samkvæmt lögum nr. 42/2000 um þjónustukaup geta þeir, einn eða fleiri, snúið sér til kærunefndar lausafjár- og þjónustukaupa og óskað eftir álitsgerð nefndarinnar um ágreiningsefnið.
Niðurstöðum kærunefndar verður ekki skotið til annarra stjórnvalda en aðilar geta lagt ágreining sinn fyrir dómstóla með venjulegum hætti.

20.gr. Skrópgjald – Tímabreytingar og skrópun án fyrirvara
Viðskiptavinir okkar eru okkur mikilvægir og við leggjum áherslu á sveigjanleika í tímapöntunum. Við biðjum vinsamlegast um að tilkynna breytingar eða afbókanir með að minnsta kosti 24 klukkustunda fyrirvara. Þetta gerir okkur kleift að skipuleggja starfsemina sem best og tryggja gæðaviðmið okkar.
Ef tilkynning berst ekki með þessum fyrirvara áskilur BK bílaþvottur sér rétt til að rukka 50% af áætluðu verði þjónustunnar. Þetta er einfaldlega vegna kostnaðar við laun, rekstur og skipulagningu, þar sem tíminn hefur þegar verið frátekinn fyrir þig.
Við þökkum fyrir skilninginn og hlökkum til að veita þér framúrskarandi þjónustu.

21.gr. Undirritun þessa skilmála
Með því að haka í samþykkisreit fyrir skilmála á vefsíðu BK bílaþvottar staðfestir viðskiptavinur að hafa kynnt sér skilmálana í heild sinni og samþykkir að þeir gildi um alla þjónustu sem BK bílaþvottur veitir.
Ef skriflegur samningur eða samstarfssamningur er í gildi milli BK bílaþvottar og viðskiptavinar, gilda þessir skilmálar um allar bifreiðar sem þjónustaðar eru í tengslum við það samstarf, nema annað sé sérstaklega samið um skriflega.
Ef um einstök viðskipti við BK bílaþvottur er að ræða, gilda þessir skilmálar fyrir öll komandi viðskipti varðandi þá tilteknu bifreið sem þjónustan nær til.